Nú þegar fer að sumra fara eflaust margir að huga að garðvinnu.
Dalabyggð verður eins og undan farin sumur með garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega í Dalabyggð. Réttur til garðsláttar er bundinn við húsnæði þar sem umsækjandi hefur lögheimili og fasta búsetu.
Komugjald er 1.000kr- fyrir sumarið 2020.
Hægt er að biðja um garðslátt þrisvar sinnum yfir sumarið en beðahreinsun einu sinni yfir sumarið.
Nánari reglur má nálgast hérna neðar eða undir „Samþykktir og reglur“ á síðunni.
Til að fá slátt þarf að skila inn útfylltu umsóknareyðublaði til skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal.
Eyðublað – Garðsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega