Glímt á Ísafirði

DalabyggðFréttir

Mikil glímuhelgi var á Ísafirði 14.-15. apríl. Íslandsglíman, grunnskólamótið ásamt sveitaglímu.

Glímufélag Dalamanna fór með 10 keppendur, 9 tóku þátt í grunnskólamótinu, ein stúlka tók þátt í Íslandsglímunni og 7 úr hópi grunnskólabarnanna tóku þátt í sveitaglímunni.
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir keppti um Freyjumenið í Íslandsglímunni og hampaði 2. sæti.
Einnig var góður árangur á grunnskólamótinu og komið heim með einn meistaratitil. Matthías Karl Karlsson vann 1. sæti í sínum aldursflokki og er því grunnskólameistari stráka í 7. bekk.
Í myndasafninu eru myndir Steinunnar Matthíasdóttur og Jóhanns Pálmasonar frá mótinu.

Árangur Glímufélags Dalamanna

7. bekkur, strákar
1. sæti. Matthías Karl Karlsson
2. sæti. Guðmundur Kári Þorgrímsson
4. sæti. Einar Björn Þorgrímsson
7. bekkur, stelpur
2. sæti. Stefanía Anna Vilhjálmsdóttir
8. bekkur, strákar
3. sæti. Sindri Geir Sigurðsson
10. bekkur, strákar
2. sæti (+60 kg). Guðbjartur Rúnar Magnússon
2. sæti (-60 kg). Guðlaugur Týr Vilhjálmsson
4. sæti (-60 kg). Angantýr Ernir Guðmundsson

10. bekkur, stelpur
3. sæti. Sunna Björk Karlsdóttir

Sveitaglíma
2. sæti. 15-16 ára sveinar.
Angantýr Ernir Guðmundsson, Guðbjartur Rúnar Magnússon og Guðlaugur Týr Vilhjálmsson.
3. sæti. 13-14 ára strákar.
Einar Björn Þorgrímsson, Guðmundur Kári Þorgrímsson, Matthías Karl Karlsson og Sindri Geir Sigurðsson.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei