Grímuskylda á HVE

DalabyggðFréttir

Nú hefur tekið gildi sú regla að þeir sem leita þjónustu á starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þurfa að bera andlitsgímu.
Þetta gildir fyrir þá sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslustöðvum, hjá sérfræðingum og í rannsóknir/meðferð.

Minnum á að mikilvægt er að allir með grun um COVID eða öndunarfæraeinkenni hafa samband við heilsugæsluna símleiðis en komi ekki óboðaðir á heilsugæsluna.

Einnig er mælst er til þess að hámark einn aðstandandi fylgi skjólstæðingi í viðtal sé þess þörf og fólk stoppi ekki lengur í húsnæði HVE en þörf er á.

Nálgast má grímu í afgreiðslu ef nauðsyn krefur.

–  Starfsfólk HVE Búðardal / Reykhólum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei