Höfðingleg gjöf frá kvenfélaginu Fjólu

SveitarstjóriFréttir

Fulltrúar kvenfélagsins Fjólu í Suðurdölum komu færandi hendi fimmtudaginn 22.janúar sl. og afhentu Bjarka Þorsteinssyni sveitarstjóra og Ísak Sigfússyni lýðheilsufulltrúa höfðinglegan styrk frá félaginu til kaupa á búnaði í Íþróttamannvirkin í Búðardal.

Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging Íþróttamiðstöðvarinnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk eins og hér um ræðir.

Hafið kæra þökk félagskonur í kvenfélaginu Fjólu !

Á mynd hér með má sjá þær Ernu og Guðlaugu frá kvenfélaginu Fjólu með þeim Bjarka og Ísaki.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei