Árleg hreinsun rotþróa fer fram á næstu vikum og í ár verður hreinsað í Laxárdal, Skarðsströnd og Saurbæ. Á Skógarströnd, Hvammssveit og Fellsströnd verður hreinsað 2016 og í Suðurdölum og Haukadal 2017.
Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að hlið séu ólæst.
Til að hægt sé að fjarlægja seyru úr öllum hólfum rotþróar þarf að lágmarki að vera 4 tommu (10 cm) stútar á öllum hólfum hennar. Nauðsynlegt er einnig að merkja staðsetningu rotþróa vel, til dæmis með veifu eða flaggi, til að auðvelda hreinsunarverktaka að finna þær.
Árgjald vegna rotþróarhreinsunar er innheimt samhliða fasteignagjöldum og tekur mið af því að um sé að ræða eina losun á þriggja ára fresti.
Ef íbúar á Skógarströnd, Hvammssveit, Fellsströnd, í Suðurdölum og Haukadal telja brýnt að hreinsað verði nú í ár skal beiðni send á netfangið dalir@dalir.is eða síma 430 4700. Áskilin er réttur til að innheimta sérstaklega fyrir aukahreinsun meti verktaki hreinsun ótímabæra.