Íbúafundir vegna sameiningar – streymi úr Dalabúð 17.11

DalabyggðFréttir

Við minnum á íbúafundi í vikunni vegna hugsanlegrar sameiningar Húnaþings vestra og Dalabyggðar.

Dalabúð mánudaginn 17. nóvember kl. 17-19

Félagsheimilið Hvammstanga 18. nóvember kl. 17-19

Að þessu sinni verða ekki umræður á borðum heldur verður niðurstaða sameiningarnefndar kynnt og hún situr svo fyrir svörum fundargesta. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundina og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál.

Báðum fundunum er streymt fyrir þau sem ekki hafa tök á að mæta og þar verður hægt að senda inn spurningar í spjalli (e. chat). Þeim spurningum sem ekki næst að svara á fundinum verður svarað á upplýsingavefnum www.dalhun.is í framhaldi af fundinum. Upptökur verða einnig aðgengilegar að afloknum fundum.

Smellið hér til að fylgjast með fundinum í Dalabyggð: Streymi úr Dalabúð, 17. nóvember.

Einnig er minnt á upplýsingasíðu verkefnisins www.dalhun.is en þar er hægt að fá upplýsingar um þá vinnu sem fram hefur farið og senda inn fyrirspurnir.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei