Opinn íbúafundur um vinnslutillögu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 verður haldinn þriðjudaginn 26. október nk. kl. 17:00 í félagsheimilinu Dalabúð. Áætlaður fundartími er um tvær klukkustundir.
Á fundinum verður kynnt vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi en kynningunni verður einnig streymt og þar verður jafnframt hægt að senda inn ábendingar. Í lok fundarins gefst gestum í sal færi á að skoða vinnslutillöguna og taka þátt í vinnuhópum um mótun hennar.
Í kjölfar fundarins mun sveitarstjórn uppfæra vinnslutillöguna og í framhaldinu óska eftir skriflegum athugasemdum. Jafnframt verður vinnslutillagan aðgengileg á heimasíðu Dalabyggðar. Athugasemdafrestur verður auglýstur síðar.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.