Uppsetning límtrés fyrir íþróttasalinn gengur vel og er langt komin. Í gær var steypt botnplata þjónustubyggingar. Steypuvinnu við bygginguna er því lokið og aðeins eftir að steypa sundlaugar- og pottaker.
Við viljum endilega leyfa íbúum og öðrum áhugasömum að fylgjast með framvindunni á heimasíðu Dalabyggðar. Á þessari síðu eru myndir af þróuninni síðustu daga og munum við bæta við reglulega eftir því sem fram vindur. Síðan er einnig aðgengilega á forsíðunni ofarlega fyrir miðju undir reitnum „áhugavert“.
Fara á síðu: Ný íþróttamiðstöð – framvinda