Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
UDN (Ungmennasamband Dalamanna og Norður Breiðfirðinga) ásamt aðildarfélögum sambandsins mun standa fyrir viðburðunum. Í þetta sinn hefur verið ákveðið að lengja vikuna og dreifa viðburðum með von um að fleiri geti séð sér fært að mæta. Meðfylgjandi er bæði fjölbreytt og glæsileg dagskrá (með fyrirvara um breytingar) og ættu allir aldurshópar að finna eitthvað við sitt hæfi.
Í tilefni vikunnar hefur einnig verið útbúið útivistarbingó sem er sérstaklega sniðið að yngri kynslóðinni og hægt verður að nálgast frá og með 22. september.
Viðburðir verða bæði í Reykhólasveit og í Dalabyggð og hefst dagskráin þann 21. september með viðburði í Búðardal – sjá dagskrá hér fyrir neðan.
Hver viðburður verður svo auglýstur sérstaklega og hvetjum við ykkur til að fylgjast með á Facebook-síðu UDN.
Verum virk, verum saman! Sjá einnig: BeActive Iceland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ
DAGSKRÁ