Jörvagleði 2019

DalabyggðFréttir

Jörvagleði 2019 verður haldin dagana 24. – 28. apríl.

 

Síðasti vetrardagur, 24. apríl

20:00 Nanna systir – Leikfélag Hólmavíkur sýnir leikrit Einars Kárasonar og Kjartans Ragnarssonar í Dalabúð – miðaverð 3500 krónur

 

Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl

11:00 Skátamessa í Hjarðarholti

13:00 Skátafélagið Stígandi safnar í ferðasjóð með kaffisölu í Dalabúð

15:00 Opnun á örsýningu Brennuvarga í Auðarskóla – hópur leirlistakvenna sem vinna með lifandi eld sýna lítil verk í Auðarskóla og samhliða er sýnd stuttmynd um brennslutæknina.

16:00 Söngbræður í Dalabúð – miðaverð 2500 krónur

18:00 Hraðskákmót í umsjá Gísla Gunnlaugssonar í Dalabúð – skráning í síma 7601142

20:00 Leiklistarsmiðja fyrir börn og unglinga í umsjá Þorgríms Guðbjartssonar í Dalabúð

10:00 – 22:00 Ljósmyndasýning Grímu Kristinsdóttur opnar á Vogi

 

Föstudagurinn 26. apríl

12:30 Sýning Brennuvarga opin og stuttmynd sýnd í Auðarskóla

14:30 Býr skáld í þér? – Davíð Stefánsson stýrir vinnusmiðju um skapandi skrif, opið fyrir alla, frá barnsaldri og fram á efstu ár, í boði Dalabyggðar í Dalabúð

18:30 Pizzatilboð á Dalakoti.

20:30 Gísli Súrsson – sýning kómedíuleikhússins, í boði Dalabyggðar og Sögufélagsins í Dalabúð.

10:00 – 22:00 Ljósmyndasýning Grímu Kristinsdóttur opin á Vogi

 

Laugardagurinn 27. apríl

11:00 Kapphlaup/ganga upp að Tregasteini – Safnast saman við gilið á Seljalandi. Sögð sagan af tilurð örnefnisins Tregasteinn. Þá verður gengið/hlaupið upp að Tregasteini og kringum hann. Sá sem er fyrstur upp og niður fær viðurnefnið Tregasteinskóngur/drottning 2019. Hér er um skemmtiviðburð að ræða, og hver og einn fer á eigin hraða og forsendum.

12:00 – 14:00 Opið hús á Seljalandi.

12:00 – 14:00 Opið hús í Hlíð í Hörðudal

13:00 Davíðsmótið í Bridge í Tjarnarlundi

20:30 Söngskemmtun á Staðarfelli, Þorrakórinn ofl.

10:00 – 22:00 Ljósmyndasýning Grímu Kristinsdóttur opin á Vogi

 

Sunnudagurinn 28. apríl

11:00 Lokahátíð sunnudagaskóla í Tjarnarlundi – Brúðuheimar og Bengt mæta með sýninguna „Einar Áskell“.

11:00 Víðavangshlaup UDN á Fellsströnd, hlaupið verður frá afleggjaranum á Dagverðarnesi að Vogi, u.þ.b. 4 km. Hlaupið hentar allri fjölskyldunni.

12:00 Súpuhádegi á Vogi – Brokkolisúpa með heimabökuðu brauði – 1800 krónur á mann.

13:00 Vofveiflegur dauðdagi Kristínar Sigurðardóttur vinnukonu á Sámsstöðum árið 1756 – Þórunn Guðmundsdóttir sagnfræðingur segir frá – viðburðurinn er á Vogi.

12:00 – 14:00 Opið hús hjá Helga Þorgils á Kjarlaksstöðum á Fellsströnd

20:30 Spurningakeppni í Dalabúð – Umsjón Einar Jón Geirson

10:00 – 22:00 Ljósmyndasýning Grímu Kristinsdóttur opin á Vogi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei