Karlakórinn Söngbræður

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Söngbræður verður með söngskemmtun í Dalabúð fimmtudaginn 3. apríl kl. 20:30.
Karlakórinn Söngbræður var stofnaður í uppsveitum Borgarfjarðar 1978. Kórfélagar voru fyrst í stað aðallega úr uppsveitum Borgarfjarðar, en nú eru söngmenn úr öllum Borgarfirði, sunnan Skarðsheiðar og vestur í Hnappadal, einnig eru söngmenn úr Dölum og norðan af Ströndum.
Kórinn hefur gefið út einn hljómdisk „Vorvindar“ og hefur haldið tónleika vítt um land. Tvisvar sinnum hefur kórinn farið í söngferðir á erlenda grund, en þá var farið annars vegar til Írlands og hins vegar til Pólands.
Miðaverð er 3.000 kr. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei