Kjörskrá aðgengileg

SafnamálFréttir

Kjörskrár vegna íbúakosningar, 28. nóvember til 13. desember, um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra liggja frammi á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga.

Kjörskrá Dalabyggðar liggur frammi frá 14. nóvember á skrifstofu sveitarfélagsins, Miðbraut 11 í Búðardal. Opnunartímar eru kl. 10:00-13:00 á mánudögum, kl. 9:00-13:00 þriðjudaga-fimmtudaga og kl. 9:00-12:00 á föstudögum. Á kjörskrá er 541 kjósandi, 297 karlar og 254 konur.

Kjörskrá Húnaþings vestra liggur frammi frá 14. nóvember á skrifstofu sveitarfélagsins, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga. Opnunartímar eru mánudaga – fimmtudaga kl. 10:00-14:00 og föstudaga kl. 10:00-12:00.

Á heimasíðu Þjóðskrár er hægt að sjá hvort og hvar kjósandi getur kosið.

Kærum vegna kjörskrár skal beint til Þjóðskrár (kosningar@skra.is).

Upplýsingavefur um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Sameiginleg kjörstjórn Dalabyggðar og Húnaþings vestra

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei