Kjörskrá Dalabyggðar

SafnamálFréttir

Kjörskrá Dalabyggðar vegna Alþingiskosninga 30. nóvember 2024 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá mánudeginum 4. nóvember til föstudagsins 29. nóvember.

Miðað er við skráningu lögheimilis og ríkisfangs í þjóðskrá 32 dögum (30. október) fyrir kjördag.

Á kjörskrá eru 495 kjósendur, 270 karlar (54,55%) og 225 konur (45,45%).

Þá geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í Alþingiskosningum 2024 á heimasíðu Þjóðskrár.

Ítarlegri upplýsingar um kosningarnar er að finna á heimasíðu Landskjörstjórnar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei