Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum

DalabyggðFréttir

Íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa nú staðið yfir frá 28. nóvember, en þeim lýkur laugardaginn 13. desember nk. Þann dag verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 09:00-17:00 (sjá nánar um opnunartíma kjörstaða hér)

Kosningaþátttaka er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi loka viku kosninganna.

Þegar þetta er ritað hefur 61 kjósandi af 541 á kjörskrá í Dalabyggð kosið eða 11,3% .

Í Húnaþingi vestra hafa 110 kjósendur af 981 á kjörskrá kosið eða 11,2%.

Alls hefur því 171 kjósandi af 1.522 á kjörskrá skilað atkvæði eða 11,2%.

Samstarfsnefnd hvetur íbúa eindregið til að taka þátt í kosningunum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei