Samtök kvenna, launafólks og fl. hagsmunahópar hafa boðað til samstöðufunda undir yfirskriftinni Kvennaverkfall, föstudaginn 24. október nk.
Kvennaverkfallið 2025 er hvorki verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar né frídagur launafólks. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun.
Sveitarfélagið Dalabyggð styður réttindabaráttuna og samþykkir að konum og kvárum sem hjá sveitarfélaginu starfa verði heimilt að leggja niður störf á launum föstudaginn 24. október á tímabilinu kl. 14-16 sem er sá tími sem útifundur mun standa yfir á Arnarhóli.
Ekki verður litið á fjarvistir kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá, með samþykki stjórnanda, sem óréttmætar né verði dregið af launum vegna þeirra.
Stjórnendum hefur verið falið að gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við þann mannafla sem verður við störf.
Mun þetta ekki hafa áhrif á opnunartíma stofnana Dalabyggðar.
Þá hvetur Dalabyggð aðra vinnustaði til að styðja við baráttuna með sama hætti. Í þeim tilvikum þar sem það er ekki hægt, starfseminnar vegna, eru stjórnendur hvattir til að leita leiða til að konur og kvár geti með öðrum hætti sýnt samstöðu.
Sjá einnig: Kvennaár
