Laus störf: Starfsfólk í íþróttamiðstöð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 6 stöður, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll.

Íþróttamiðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum, líkamsræktaraðstöðu og meðferðarherbergi til útleigu ásamt útisundlaug með heitum pottum, vaðlaug, sauna og köldu keri. Í húsinu verður hægt að iðka ýmsar íþróttir, bæði æfingar og keppni. Mætt er kröfum til keppni í körfubolta og sundi.

Íþróttamiðstöðin stendur í kjarna Búðardals í nálægð við grunn- og leikskóla. Í Dalabyggð eru m.a. stundaðar æfingar barna í fótbolta, handbolta, fimleikum og glímu. Einnig eru mikil tækifæri til útivistar og utan skipulagðs íþróttastarfs er einnig að finna tómstunda- og klúbbastarf fyrir fólk á öllum aldri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla og þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar.
  • Klefa- og sundlaugargæsla, eftirfylgni með umgengnisreglum.
  • Almenn þrif og ræstingar innanhúss og á laugarsvæði.
  • Halda húsnæði og aðkomu að því snyrtilegu.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
  • Reynsla af þjónustustarfi er kostur.
  • Tölvukunnátta.
  • Æskilegt er að viðkomandi geti tjáð sig bæði á íslensku og ensku.
  • Gerð er krafa um ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Stundvísi, snyrtimennska, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
  • Lámarksaldur umsækjanda er 18 ára.
  • Starfsfólk þarf að standast hæfnispróf skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, sjá upplýsingar á vef Umhverfisstofnunar um hæfnispróf starfsmanna sundlauga. Vinnuveitandi skipuleggur og greiðir fyrir hæfnispróf.
Fríðindi í starfi
  • Sundkort

Gert er ráð fyrir að starfsfólk hefji störf 1. febrúar 2026.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei