Stuðningsfulltrúar í Auðarskóla vorið 2025 og skólaárið 2025-2026
Auðarskóli leitar að metnaðarfullum stuðningsfulltrúum sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Ein staða er laus frá 22. apríl.
Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Í grunnskólanum eru um 70 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 26 börn í leikskólanum. Tæplega helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur.
Menntastefna Dalabyggðar er höfð að leiðarljósi í starfi skólans og er útgangspunkturinn að stuðla að framsækni og vellíðan barna og ungmenna og um leið alls skólasamfélagsins. Lögð er rík áhersla á að í Dalabyggð sé eftirsóknarvert og fjölskylduvænt samfélag og öflugt menntastarf er veigamikill þáttur þess. Forgangsmál er að byggja upp gott og heilbrigt starfs- og námsumhverfi þar sem komið er til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda í skólasamfélagi sem byggist á lýðræðislegri þátttöku allra.
Í Dölunum gefast mörg tækifæri til útivistar og hreyfingar og í Búðardal er vel búin líkamsræktarstöð. Íþróttahús og sundlaug eru í byggingu sem staðsett eru við grunnskólann og verða tekin í gagnið í feb/mars 2026.
Stuðningsfulltrúi grunnskóla 100%
Menntunar- og hæfniskröfur
- Formlegt próf af styttri námsbraut er æskilegt, s.s. stuðningsfulltrúanám o.s.frv.
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
- Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.
- Góð íslenskukunnátta.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.
Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2025.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir skal senda á sama netfang.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og/eða starfsleyfi.
Auglýsing birt 7. apríl 2025