Laus störf: Þroskaþjálfi og stuðningsfulltrúar

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúum. Leitað er eftir metnaðarfullum, jákvæðum og drífandi starfsfólki með þekkingu, reynslu og áhuga á gæða skólastarfi.

Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal. Nemendur grunnskólans eru 70 talsins og rúmlega tuttugu í leikskóla. Tæpur helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð-Ánægja-Árangur.

Þroskaþjálfi 100% – 1 staða

Menntunar- og hæfniskröfur þroskaþjálfa:

Menntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi.
Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður.
Lipurð og færni í samskiptum og samvinnu.
Jákvæðni og sveigjanleiki.
Stundvísi, reglusemi og skipulögð vinnubrögð.
Mjög góð íslenskukunnátta.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Vinnur með nemanda eða nemendahópum eftir skipulagi skólans og í samráði við deildarstjóra/skólastjóra.
Gerir einstaklingsáætlun í samráði við umsjónarkennara, sérkennara, foreldra og aðra eftir því sem við á.
Gerir færni- og þroskamat.
Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar- og námsgögn og fylgir eftir settum markmiðum.
Metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

 

Stuðningsfulltrúi grunnskóla 70-100% 2 stöður

Menntunar– og hæfniskröfur:

Formlegt próf af styttri námsbraut er æskilegt, s.s. stuðningsfulltrúanám o.s.frv..
Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.
Góð íslenskukunnátta.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.

 

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.

Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2024.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir skal senda á sama netfang.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei