Auðarskóli leitar að metnaðarfullum stuðningsfulltrúa sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst í 80-100% starfshlutfalli.
Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Í grunnskólanum eru um 70 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 20 börn í leikskólanum. Tæplega helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur.
Menntastefna Dalabyggðar er höfð að leiðarljósi í starfi skólans og er útgangspunkturinn að stuðla að framsækni og vellíðan barna og ungmenna og um leið alls skólasamfélagsins. Lögð er rík áhersla á að í Dalabyggð sé eftirsóknarvert og fjölskylduvænt samfélag og öflugt menntastarf er veigamikill þáttur þess. Forgangsmál er að byggja upp gott og heilbrigt starfs- og námsumhverfi þar sem komið er til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda í skólasamfélagi sem byggist á lýðræðislegri þátttöku allra.
Í Dölunum gefast mörg tækifæri til útivistar og hreyfingar og í Búðardal er vel búin líkamsræktarstöð. Íþróttahús og sundlaug eru í byggingu sem staðsett eru við grunnskólann og verða tekin í gagnið í byrjun febrúar 2026.
Stuðningsfulltrúi grunnskóla 80-100%
Menntunar- og hæfniskröfur
- Formlegt próf af styttri námsbraut er æskilegt, s.s. stuðningsfulltrúanám o.s.frv.
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
- Geta til að taka leiðsögn.
- Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Fagleg framkoma, stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.
- Góð íslenskukunnátta.
Helstu verkefni stuðningsfulltrúa:
- Veita nemendum aðstoð í daglegu skólastarfi og í athöfnum daglegs lífs eftir þörfum.
- Stuðla að sjálfstæði og færni nemenda með hvatningu og skýrri leiðsögn.
- Aðstoða við framkvæmd einstaklingsnámskrár og markmiða eftir leiðsögn kennara og fagaðila.
- Aðlaga verkefni að getu nemenda og styðja þá við að taka þátt í námi og félagslífi eftir leiðsögn kennara.
- Styðja við æskilega hegðun og samskipti ásamt því að bregðast við áskorunum í samráði við kennara.
- Fylgja nemendum í skólastarfi. S.s. í kennslustundum, frímínútum, ferðum milli húsa og á vettvangsferðum.
- Sinna gæslu í frímínútum og eftir skólatíma yngri nemenda samkvæmt skipulagi.
- Vera virkur þátttakandi í samstarfi við kennara, foreldra og sitja í teymum eftir þörfum.
- Vinna í anda stefnu skólans, sýna sveigjanleika og samstarfsvilja.
- Annast önnur tilfallandi verkefni samkvæmt fyrirmælum stjórnenda.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.
Umsóknarfrestur: Stefnt er að því að ráða í stöðuna svo fljótt sem verða má.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kári Þorgrímsson, starfandi skólastjóri, í síma 430 4757. Senda má fyrirspurn á netfangið: gummikari@audarskoli.is. Umsóknir skal senda á sama netfang.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og/eða starfsleyfi.
Umsókn skal jafnframt fylgja kynningarbréf hvar teknar eru fram ástæður fyrir umsókn og hvernig umsækjandi uppfyllir menntunar- og hæfniskröfur.
Sjá einnig: Laus störf