Laust starf: Umsjónarmaður á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Hjúkrunarheimilið Fellsendi auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns. Um er að ræða fullt starf frá 20. júní og er vinnutími 8:00 til 16:00 virka daga.

Verkefni húsvarðar eru meðal annars:

  • Annast minniháttar viðhald og viðgerðir og hefur umsjón og eftirlit með stærrri viðhaldsframkvæmdun.
  • Umsjón með bifreiðum Fellsenda
  • Umsjón lóðar
  • Umsjón með sorphirðu/endurvinnslu
  • Akstur með heimilismenn

Hæfnfiskröfur:

  • Hafa þjónustulund og vera traustur og samviskusamur
  • Hafa gott auga fyrir því sem betur má fara og vera laghentur og útsjónasamur
  • Hafa frumkvæði til að takast á við úrbætur

Hjúkrunarheimilið Fellsendi er sérhæft í að sinna geðfötluðum og er á fallegum stað í Dölunum.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Fellsenda við Kjöl stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2022. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á helga@fellsendi.is

Nánari upplýsingar veitir: Helga Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 434 1230 eða 694 2386,  eða á helga@fellsendi.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei