Hjúkrunarheimilið Fellsendi auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns. Um fullt starf er að ræða frá 1. maí 2025. Unnið er eftir Betri vinnutíma og er því vinnuvikan 36 stundir. Hjúkrunarheimilið Fellsendi er sérhæft í að sinna geðfötluðum og er á fallegum stað í Dölunum.
Við leitum að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni og verða hluti af okkar frábæra teymi. Nánar má skoða starfsemina á heimasíðu Fellsenda: https://fellsendi.is/
Menntunar og hæfnikröfur:
- Iðnmenntun er kostur.
- Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
- Rík þjónustulund og skipulagshæfni.
- Hafa gott auga fyrir því sem betur má fara, vera laghentur og útsjónarsamur.
- Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi.
- Hafa frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og drifkraft.
- Þekking og skilningur á kerfum s.s. loftræsti og hitakerfum.
- Almenn ökuréttindi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Sinnir almennu viðhaldi húsnæðis og lóðar og kallar til þjónustuaðila eftir því sem við á. Hefur eftirlit með stærri viðhaldsframkvæmdum.
- Sjá um að húsnæði, búnaður og lóð sé ávallt aðlaðandi og í fullnægjandi ástandi..
- Umsjón með öryggis og eftirlitsbúnaði hússins.
- Hefur umsjón með bifreiðum Fellsenda.
- Sér um garðslátt og snjómokstur.
- Umsjón með sorphirðu/endurvinnslu.
- Akstur með heimilismenn.
- Sendiferðir.
- Aðrar útréttingar að beiðni yfirmanns.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Fellsenda við Kjöl stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2025. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á helga@fellsendi.is
Nánari upplýsingar veitir Helga Garðarsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 694-2386 eða á helga@fellsendi.is