Í anddyri stjórnsýsluhússins í Búðardal er komin ný sýning Byggðasafns Dalamanna á bæjarmyndum úr Laxárdal.
Helga Skúladóttir (1902-1947) frá Keldum á Rangárvöllum var farkennari í Laxárdal og Haukadal árin 1934-1936. Á þeim árum teiknaði hún flesta bæi sem búið var á í þessum tveimur sveitum. Í syrpuna vantar mynd af Goddastöðum, en á þessum árum voru Goddastaðir í eyði og nytjaðir frá Lambastöðum. Aðrir bæir í Laxárdal sem mönnum finnst vanta eru óstofnuð nýbýli á þessum tíma.
