Sveitarstjórn hefur samþykkt reglur og gjaldskrá vegna leigu á beitar- og ræktunarlandi í eigu Dalabyggðar og er bæði birt á vefnum dalir.is.
Í gjaldskrá sem birt var 6. maí vantaði eina spilduna, en hefur nú verið bætt úr því.
Nú eru lausar til umsóknar nokkrar spildur úr landi Fjósa.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á dalir.is og skrifstofu Dalabyggðar.
Skv. bráðabirgðaákvæði í reglunum geta þeir sem hafa nú afnot af landi Fjósa haldið núverandi afnotum í eitt ár en þá verður landið auglýst.