Ljósmyndasamkeppni

DalabyggðFréttir

Ljósmyndasamkeppni verður á hátíðinni Heim í Búðardal. Bestu myndirnar verða sýndar á bæjarhátíðinni og vonandi eitthvað fram eftir sumri.  Samhliða verða allar myndirnar sýndar á vefnum.

Myndum skal skila á stafrænu formi í prentupplausn á netfangið ferdamal@dalir.is. Myndirnar eiga að vera nýlegar, viðmiðið er að þær séu ekki eldri en 5 ára.

Keppt verður í þremur flokkum

  • landslag í Dölum
  • dýralíf í Dölum
  • mannlíf í Dölum

Ljósmyndasamkeppnin verður auglýst nánar síðar, en tímabært að leita í eldri myndum að ódauðlegu augnablikunum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei