Malbikun í Búðardal – takmörkun á bílastæðum

Kristján IngiFréttir

Í dag hefur malbikunarstöðin Colas unnið að malbikun í Búðardal. Ásamt frágangi við nýja íþróttamiðstöð hafa bílastæðin við Stjórnsýsluhúsið og milli Dalabúðar og leikskóla verið malbikuð. Verkefnið hefur gengið vel og mun bæta aðkomu að stofnunum sveitarfélagsins til muna.

Til að tryggja að malbikið taki sig nóg fyrir notkun verður ekki opnað inná bílastæðin fyrr en fimmtudaginn 27 nóvember. Aðeins verður leyfði takmörkuð umferð, en engar lagningar á bílum. Bent er á önnur bílastæði við Dalabúð og við gamla pósthúsið. Biðjum íbúa og aðra þjónustuþega að virða þessar takmarkanir og biðjumst velvirðinar á því ónæði sem af því hlýst.

Myndir frá malbikun dagsins:

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei