Þriðjudaginn 9. september frá kl 08:30 – 21:00 á að malbika Vestfjarðarveg (60) um Búðardal. Vegurinn verður þrengdur í eina akrein og umferðarstýring sett á. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.
Vestfjarðarvegur verður malbikaður frá Sunnubraut norður fyrir gatnamót Hjarðarholtsvegar annars vegar og frá Brekkuhvammi suður fyrir gatnamót hesthúsaafleggjara hins vegar.