Laugardaginn 27. mars verður menningar- og fræðsluferð Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu um Strandir og Hrútafjörð.
Áætlað er að skoða fjóra bæi á norðanverðum Ströndum;Húsavík, Heydalsá, Smáhamra og Broddanes. Í Hrútafirðinum verður hins vegar aðeins komið á einn bæ; Laxárdalur.
Um miðjan daginn verður hressing í Sauðfjársetrinu í Sævangi og safnið verður skoðað í leiðinni.
Um kvöldið er svo áætlað að eiga góða stund saman í Staðarflöt þar sem boðið verður upp á tvírétta máltíð; laxaforrétt og í aðalrétt lambalæri með tilheyrandi meðlæti.
Fararstjóri í ferðinni verður Matthías Lýðsson frá Húsavík.
Aðgangseyrir í ferðina er aðeins 1.000 kr fyrir félagsmenn FSD en 4.000 kr fyrir aðra.
Það sem þarf að hafa með sér er fyrst og fremst góða skapið og svo sakar ekki að hafa eitthvað til að væta kverkarnar, nauðsynlegt fyrir söngröddina.
Lagt verður af stað frá Búðardal kl: 9:15 og frá Tjarnarlundi kl: 10:00
Síðasti skráningardagur í ferðina er 25. mars og við skráningum taka:
Anna Berglind í síma 434 1259 eða annaoglolli@simnet.is
Jón Egill í síma 434 1676 eða 848 8918
Stjórn Félags sauðfjárbænda Dalasýslu.