Miðskógur í Miðdölum – Sögurölt

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 15. júlí verður sögurölt um Miðskóg í Miðdölum og hefst á hlaðinu í Miðskógi kl. 20.

Röltið er um einn og hálfur kílómeter, en að hluta til á fótinn. Sagt verður frá fyrrum íbúum í Miðskógi, skoðaður stekkur, hugleiðingar um gaddavír, notið útsýnis og fleira.

Sögurölt er samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna.

Allir eru velkomnir í sögurölt, þó ekki sé nema til að hitta mann og annan.

Viðburður á Facebook: Miðskógur í Miðdölum – Sögurölt

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei