Námskeið eldri borgara

DalabyggðFréttir

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit stendur fyrir námskeiði í keramikmálun í Rauðakrosshúsinu föstudaginn 1. desember kl. 11-18 og laugardaginn 2. desember kl. 10-18.
Álfheiður Erla kennir á námskeiðinu. Hún mun koma með efni sem þátttakendur greiða fyrir. Hámark þátttakenda er 20. Námskeiðsgjald er 7.000 kr.
Það þarf að skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 30. nóvember hjá Svönu í síma 779 1324 eða með því að senda tölvupóst á netfangið tomstund@dalir.is
Námskeiðið er fyrir félagsmenn í Félagi eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei