Nanna systir í Búðardal

DalabyggðFréttir

Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamanleikritið Nanna systir í Dalabúð síðasta vetrardag til að hita upp fyrir Jörvagleði í Búðardal.

 

Sögusvið Nönnu systur er samkomuhús úti á landi árið 1996. Þar stendur til að setja upp söngleik um Fjalla-Eyvind. Óvæntar heimsóknir og uppákomur setja þó strik í reikninginn, það gengur á ýmsu og útkoman er vægast sagt skrautleg. Athugið að sýningin hentar ekki vel fyrir ung börn.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei