Nútímadansverkið Jarðarbúi

DalabyggðFréttir

Nútímadansverkið Jarðarbúi verður sýnt í Dalabúð sunnudaginn 10. mars kl. 14-16. Aðgangur er ókeypis.

 

Jarðarbúi er heiti á dansverki eftir danshöfundinn Nate Yaffe í samvinnu við listakonuna Jasa Baka sem sér um myndræna útfærslu og búningahönnun.

 

Verkið Jarðarbúi er fjörugt nútíma dansverk þar sem samhengið við náttúruöflin og íslenska náttúru er skoðað út frá líkamstjáningu. Ýmsar furðuverur leika lausum hala með aðstoð leikmuna, búninga og tónlistar. Verkið er samið í Kanada og á Íslandi með aðstoð barna á aldrinum 7-10 ára og verður sýnt á næstunni víða um heim.

 

Danshöfundur er Nate Yaffe (Je suis Julio). Hönnuður leikmyndar og búninga er Jasa Baka. Dansarar eru Angie Cheng, Pénélope Gromko og Lauren Semeschuk. Tónlist samin af Patrick Conan. Um ljós sér Paul Chambers í samvinnu við House Outer Space art residency.

 

Samstarfsaðilar eru Dansverkstæðið, Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík, Tangente Danse, l’Entrepôt de Lachine, l’Espace le vrai monde og Maison de la culture Pointe-aux-Trembles o.fl.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei