Nýr sveitarstjóri Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Kristján Sturluson sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu hefur verið ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs Dalabyggðar í dag.

Kristján hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar frá 2013 til 2016, gegndi starfi framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi um átta ára skeið og þar áður var hann framkvæmdastjóri mannauðs- og umhverfismála hjá Norðuráli á Grundartanga. Hann hefur einnig verið stundakennari við Háskóla Íslands. Kristján er félagsráðgjafi og sálfræðingur að mennt og hefur einnig lokið MBA prófi frá Háskóla Íslands.

Kristján er giftur Sigrúnu M. Arnarsdóttur launafulltrúa og eiga þau tvö uppkominn börn og eitt barnabarn.

Kristján mun hefja störf þann 1. september.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei