Þeir sem hyggjast nýta tómstunda-/frístundastyrk upp í nám við tónlistardeild Auðarskóla þurfa að fara í gegnum Abler vefverslun sveitafélagsins líkt og í haust. Þar er hægt að velja hvort foreldri vilji ráðstafa frístundastyrk barnsins vegna skráningarinnar. Sé barn skráð í tónlistarskólann en ekki á Abler (og valið að ráðstafa styrk), er ekki hægt að nýta styrkinn upp í námið.
Skráningafrestur er til 10. febrúar, eftir það verða greiðsluseðlar sendir út.
