Landgræðslan boðar til kynninga- og samráðsfunda um verkefnið Grólind – mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands á Vesturlandi og Vestfjörðum frá 12. til 16. mars. Fundur verður í Dalabúð þriðjudaginn 12. mars kl. 20.
Á fundunum verður fjallað um aðferðarfræði verkefnisins m.a. ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, könnun á beitaratferli sauðfjár og samstarf við landnotendur. Héraðsfulltrúar verða á svæðinu og halda stutt erindi um önnur verkefni.
Landgræðslan hvetur fólk til að mæta og taka virkan þátt í þróun verkefnisins