Það eru vinsamleg tilmæli frá safnverði að þið lítið í hillur ykkar og á náttborðið og ath. hvort einhverjar bækur merktar Héraðsbókasafni Dalasýslu leynist þar. 
Safnvörður vill einnig minna á að hægt er að skila bókum í bókakassa í anddyri Stjórnsýsluhússins. 
Bókasafnið er opið á þriðjudögum frá kl. 15:00 – 19:00. 
Mikið hefur bæst við af nýjum bókum í safnið síðastliðna mánuði og upplagt er að koma með bækur sem dagað hafa uppi hjá ykkur og líta á úrval nýrra bóka.
Safnvörður