Jólamarkaðir við Gilsfjörð

DalabyggðFréttir

Um helgina verða jólamarkaðir beggja vegna Gilsfjarðar, á Skriðulandi í Saurbæ og Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi. Handverkshópurinn Bolliverður með sinn árlega jólamarkað á Skriðulandi dagana 25.-27. nóvember. Markaðurinn verður opinn föstudag til sunnudags, kl. 9-18. Verslun Bolla í Búðardal verður síðan opin 1.-23. desember, kl. 12-19. Árlegur markaður félagasamtaka í Reykhólasveit verður handan fjarðarins í Kaupfélagshúsinu Króksfjarðarnesi fyrstu helgina í aðventu, …

Hrossaræktarsamband Dalamanna

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Dalamanna verður haldinn í Leifsbúð miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Deiliskipulagstillaga fyrir Glæsisvelli Sauðafelli.

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 15. nóvember 2011 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Sauðafells í Miðdölum, Dalabyggð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan tekur til 13 ha svæðis fyrir frístundarbyggð á jörðinni Sauðafelli þar sem gert er ráð fyrir 10 frístundarlóðum, en þegar er búið að byggja á tveimur lóðanna. Landið liggur á sléttri eyri fyrir …

Leikklúbbur Laxdæla

DalabyggðFréttir

Leikklúbbur Laxdæla varð 40 ár fyrr á þessu ári. Af því tilefni stendur félagið fyrir dagskrá frá föstudegi til mánudags. Leiksýning, opið hús, skemmtun og dansleikur. Leikklúbbur Laxdæla verður með opið hús í híbýlum félagsins í Dalabúð laugardaginn 10. nóvember kl. 14-17. Þar verður myndasýning, hægt verður að skoða leikmuni, búninga og fleira. Og að sjálfsögðu kaffi á könnunni. Á …

Folaldasýning

DalabyggðFréttir

Á laugardaginn stóð Hrossaræktarsamband Dalamanna fyrir folaldasýningu í Nesoddahöllinni. Góð mæting var bæði af folöldum og áhorfendum. Sýnd voru 19 folöld, 13 hestfolöld og 6 merarfolöld. Hestfolöld 1. Ónefndur frá Hóli í Hörðudal. Móvindóttur. Eigandi og ræktandi: Guðmundur Guðbrandsson á Hóli. F. Stefnir frá Búðardal. M. Gjósta frá Hóli. 2. Fjarki frá Vatni. Bleikblesóttur. Ræktandi: Sigurður Jökulsson á Vatni. Eigandi: …

Stóra-Vatnshornskirkja 40 ára

DalabyggðFréttir

Stóra-Vatnshornskirkja var vígð 15. ágúst 1971 af herra Sigurbirni Einarssyni þáverandi biskup. Haldið verður upp á 40 ára vígsluafmælið með guðþjónustu sunnudaginn 20. nóvember kl. 14. Eftir að gamla kirkjan frá 1877 var dæmd óhæf til viðgerðar var ný kirkja byggð á árunum 1965-1971. Klukknaportið var síðan reist árið 1974. Bjarni Óskarsson byggingarfulltrúi Vesturlands teiknaði kirkjuna. Yfirsmiðir voru Davíð Jensson, …

Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands

DalabyggðFréttir

Ráðstefna um þéttbýlin á Vesturland verður fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13-17. Fyrir ráðstefnunni standa Menningarráð Vesturlands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst. Ráðstefnustjórar verða Ragnar Frank Kristjánsson og Halla Sigríður Steinólfsdóttir fulltrúar í Menningarráði Vesturlands. Dagskrá Kl. 13:00 Ávarp. Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ Kl. 13:05 Setning. Jón Pálmi Pálsson formaður Menningarráðs Vesturlands. Kl. 13:10 (Há)skóli framtíðarinnar. Jón Torfi Jónasson …

Völuspá og Prumphóllinn

DalabyggðFréttir

Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir tveimur leiksýningum frá Möguleikhúsinu sem sýndar verða í Dalabúð. Sýningar eru á skólatíma svo allir nemendur eiga kost á að sjá þær. Fyrri sýningin er Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn og er ætluð 6. – 10. bekk. Hún verður sýnd föstudaginn 18. nóvember kl. 11. Völuspá Þórarins byggir á hinni fornu Völuspá og veitir sýn inn í …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

80. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 15. nóvember 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð 96. fundar byggðarráðs frá 8.11.2011.• Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2011.• Gjaldskrár – gögn í fundarboði byggðarráðs.• Fjárhagsáætlun 2012 – fyrri umræða – gögn í fundarboði byggðarráðs.• Earth Check.• Verklagsreglur um starfsemi leikskóla.• Styrkumsókn félags eldri …

Norræni skjaladagurinn

DalabyggðFréttir

Í tilefni norræna skjaladagsins laugardaginn 12. nóvember er opið hús hjá Héraðsskjalasafni Dalasýslu kl. 13-18 á annarri hæð stjórnsýsluhússins. Þar verður lítil sýning tengd þema dagsins „Verslun og viðskipti“. Á sameiginlegum vef skjaladagsinsmá finna fjölbreytt framlög héraðsskjalasafna og Þjóðskjalasafns tengd verslun og viðskiptum alls staðar af landinu. Einnig er hægt að lesa efni frá eldri skjaladögum. Annað af framlögum Héraðsskjalasafns …