Dalamenn eru velkomnir í Kaupfélag Borgfirðinga. Félagssvæði þess nær yfir allt Vesturland, frá Hvalfjarðarbotni að Kjálkafirði. Hægt er að sækja um inngöngu á vef KB á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Félagsaðild kostar nú 1.000 kr. Félagsmenn fá afsláttarkort sem gildir í allar verslanir Samkaupa hvar sem er á landinu. Afsláttur er 2% og auk þess sérstök tímabundin tilboð öðru hverju …
Jólatónleikar Vorboðans
Árlegir jólatónleikar söngfélagsins Vorboðans verða á aðventusamkomu í Breiðabólsstaðarkirkju á Skógarströnd, laugardaginn 8. desember kl. 15. Kórstjóri Vorboðans og undirleikari er Halldór Þ. Þórðarson og prestur er sr. Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi.
Lokaskýrslur til Menningarráðs Vesturlands
Frestur til þess að skila inn lokaskýrslu vegna verkefna ársins 2012 er laugardagurinn 15. desember. Á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands er að finna upplýsingar og eyðublað til auðveldunar á gerð lokaskýrslu. Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi mun aðstoða ef á þarf að halda. Ef ekki næst að klára verkefnið fyrir þennan tíma er hægt að fara fram á frestun með því að skrifa …
Afmæliskvöldvaka Skátafélagsins Stíganda
Í tilefni af 5 ára afmæli Skátafélagsins Stíganda í Dalabyggð verður haldin risa kvöldvaka þriðjudaginn 4. desember kl. 19:30 í Dalabúð. Slegið verður saman árlegri jólavöku Stíganda og afmæli núverandi skátafélags. boðið verður upp á skemmtiatriði, söng, leiki ofl. Kvöldvökustjóri er Inga Auðbjörg og búast má við fullt af fjöri. Boðið verður upp á skátakakó og léttar veitingar. Allir eru …
Jólatré við Dalabúð/Auðarskóla
Vegna viðhalds á Dalabúð er jólatré Dalabyggðar að þessu sinni við Auðarskóla, í nágrenni við minnismerkið um Jóhannes á Kötlum og fer vel á því. Í ár eru 80 ár síðan ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum „Jólin koma“ kom fyrst út. Eru þar ljóðin Jólin koma, Jólasveinarnir, Grýlukvæði, Jólakötturinn og Jólabarnið. Órjúfanlegur hluti af ljóðum Jóhannesar í bókinni eru teikningar Tryggva …
Rúllupylsukeppni Íslands
Rúllupylsukeppni Íslands var haldin í Króksfjarðarnesi fullveldisdaginn 1. desember. Hugmyndin að keppninni kviknaði á Salone del Gusto í Torino. Þar voru á ferð Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum auk Höllu í Ytri-Fagradal að selja heimaframleiðslu sína á Slow-Food matarhátíðinni þar. Í anda Slow-Food ákváðu þau að efna til samkeppni í rúllupylsugerð til að vekja athygli á gömlum og góðum íslenskum …
Helgin 1. – 2. desember
Mikið er um að vera í Dölum og nágrenni um helgina og jólastemming yfir velflestu. Á fimmtudag verða ljós jólatrésins við Dalabúð tendruð kl. 17, dansað, sungið, jólasveinar, kakó og piparkökur. Laugardaginn 1. desember hefst jólamarkaður handverkshópsins Bolla. En í Bolla verður opið alla daga fram að jólum kl. 12-18. Í Blómalindinni verða aðventuskreytingar í algleymingi ásamt kaffi og te …
Jólatré við Dalabúð
Fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17:30 verður kveikt á ljósum jólatrésins við Dalabúð. Búist er við komu jólasveina á svæðið. Að venju verður dansað og sungið. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur.
Sauðfjársæðingar 2012
Fundur vegna sauðfjársæðinga 2012 verður mánudaginn 26. nóvember í Dalabúð kl. 20. Á dagskrá verður skipulag sæðinganna, gjaldskrá, hrútakosturinn, kynbótastarfið í sauðfjárrækt o.fl. Frummælendur eru Eyjólfur I. Bjarnason og Lárus G. Birgisson. Námskeið í sauðfjársæðingum verður haldið að Hvanneyri og Hesti í Borgarfirði þriðjudaginn 27. nóvember og hefst kl. 13 að Hvanneyri. Skráning fer fram hjá LbhÍ í síðasta lagi …
Glíma í Dalabúð
Góð skráning er í 2. umferð meistaramótsins í glímu. Keppnin fer fram í Dalabúð og hefst kl. 13. Frá Glímufélagi Dalamanna keppa Guðbjartur Rúnar Magnússon, Guðlaugur Týr Vilhjálmsson og Sólveig Rós Jóhannsdóttir. Unglingar -80 kg 1. Svanur Ómarsson UÍA 2. Samúel Þórir Grétarsson Herði 3. Elvar Ari Stefánsson Herði 4. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 5. Guðbjartur Rúnar Magnússon GFD 6. …