Fundur vegna sauðfjársæðinga 2012 verður mánudaginn 26. nóvember í Dalabúð kl. 20. Á dagskrá verður skipulag sæðinganna, gjaldskrá, hrútakosturinn, kynbótastarfið í sauðfjárrækt o.fl. Frummælendur eru Eyjólfur I. Bjarnason og Lárus G. Birgisson. Námskeið í sauðfjársæðingum verður haldið að Hvanneyri og Hesti í Borgarfirði þriðjudaginn 27. nóvember og hefst kl. 13 að Hvanneyri. Skráning fer fram hjá LbhÍ í síðasta lagi …
Glíma í Dalabúð
Góð skráning er í 2. umferð meistaramótsins í glímu. Keppnin fer fram í Dalabúð og hefst kl. 13. Frá Glímufélagi Dalamanna keppa Guðbjartur Rúnar Magnússon, Guðlaugur Týr Vilhjálmsson og Sólveig Rós Jóhannsdóttir. Unglingar -80 kg 1. Svanur Ómarsson UÍA 2. Samúel Þórir Grétarsson Herði 3. Elvar Ari Stefánsson Herði 4. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 5. Guðbjartur Rúnar Magnússon GFD 6. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 95
95. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. nóvember 2012 og hefst kl. 18:00 Dagskrá: Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. 1211018 – Brunavarnir – gagnkvæm aðstoð 2. 1211001 – Framtíð urðunar á Suður- og Vesturlandi Fundargerðir til staðfestingar 3. 1210006F – Byggðarráð Dalabyggðar – 1163.1. 1112029 – Fjárhagsáætlun 2012 – viðaukaáætlun3.2. 1210005 – Fjárhagsáætlun 2013 …
Háls-, nef og eyrnalæknir
Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 23. nóvember n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Heilsugæslan í Búðardal
Meistaramót í glímu
Önnur umferð meistarmóts Íslands í glímu verður í Dalabúð, laugardaginn 17. nóvember og hefst kl. 13. Fyrsta umferð meistarmótsins fór fram á Reyðarfirði 27. október og þriðja umferð fer fram í Reykjavík 16. febrúar. Dalamenn eru hvattir til að mæta á mótið og hvetja okkar fólk til dáða.
Þjónusturáð Vesturlands
Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðra. Umsækjendur skulu eiga lögheimili á Vesturlandi, búa við varanlega örorku og vera orðnir 18 ára. Styrkir verða veittir til greiðslu menntunar- eða námskeiðskostnaðar eða kaupa á verkfærum/áhöldum sem ætla má að auðveldi fötluðu fólki að skapa sér heimavinnu eða …
Menningarráð Vesturlands -menningarstyrkir 2013
Umsóknarfrestur vegna menningarstyrkja hjá Menningarráði Vesturlands rennur út 18. nóvember 2012. Stofn- og rekstrarstyrkir Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á Vesturlandi. Umsækjendur geta verið, félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Menningarstyrkir Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Umsækjendur …
Norræni skjaladagurinn
Norræni skjaladagurinn er að þessu sinni helgaður íþrótta- og æskulýðsstarfi á 20. öld. Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með sýningu á skjölum frá æskulýðs- og íþróttafélögum í Dölum sunnudaginn 11. nóvember kl. 13-17 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Norræni skjaladagurinn er laugardaginn 10. nóvember, en þar veðurspár gera ráð fyrir leiðindaveðri hefur sýningunni verið frestað fram á sunnudag í von …
Drengjakór íslenska lýðveldisins
Drengjakór íslenska lýðveldisins verður með söng- og söguskemmtun föstudaginn 9. nóvember kl. 21 á Villapöbb í Búðardal. Í Drengjakór íslenska lýðveldisins eru hressir drengir á öllum aldri sem bregða á leik með söng í bland við uppistand þar sem félagar bregða á leik. Enginn aðgangseyrir
Íbúagátt á Island.is
Opnað hefur verið fyrir íbúagátt undir Island.is þar sem íbúar geta skoðað reikninga sína og stöðu hjá sveitarfélaginu. Vefslóðina að innskráningu má finna hér til hægri undir flýtileiðir og einnig undir Stjórnsýsla, neðst í valmynd til vinstri. Fleiri tengingum verður síðan komið fyrir eftir því sem tilefni gefur til. Við innskráningur er notuð kennitala og varanlegur aðalveflykill ríkisskattstjóra.Aðrir veflyklar ríkisskattstjóra …