Laugardaginn 1. september kl. 15 verða tónleikar með Ingunni Sigurðardóttir sópran frá Köldukinn og Renötu Ivan píanóleikara í Leifsbúð. Laugardaginn 1. september lýkur sumaropnun í Leifsbúð. Á boðstólum verða því pönnukökur ofl. um daginn og kvöldið.
Skátafélagið Stígandi – kynning
Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 15:10 verður kynning og innskráning hjá Skátafélaginu Stíganda. Stutt kynning verður í skátaherberginu í Dalabúð á starfsemi félagsins, innskráning og létt dagsskrá. Dagskrá verður lokið kl. 16. Skátastarfið er í boði fyrir börn fædd 2004 og fyrr.
Námskeið í Ólafsdal
Tvö námskeið verða um helgina á vegum Ólafsdalsfélagsins. Annars vegar um grænmeti í Tjarnarlundi og grjót- og torfhleðsla í Ólafsdal. Laugardaginn 1. september verður námskeiðið „Grænmeti og góðmeti“ í félagsheimilinu Tjarnarlundi kl. 14. Leiðbeinendur verða Sólveig Eiríksdóttir og Dominique Pledel, Slowfood Reykjavík. Námskeiðsgjald er 8.700 kr. fyrir fullorðna, en 1.000 kr. fyrir börn. Helgina 1. – 2. september verður tveggja …
Átak til atvinnusköpunar
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum og við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn …
Opið hús Össu í Vogalandi
Handverksfélagið Assa mun, eins og undanfarna vetur, verða með opið hús í Vogalandi annað hvert miðvikudagskvöld kl. 20. Fram að áramótum verður opið hús 29. ágúst, 12. og 26. september, 10. og 24. október, 7. og 21. nóvember og 5. desember. Allir vinir og velunnarar félagsins eru velkomnir, en ekki er þörf á að vera skráður í félagið til að …
Strætó í Búðardal
Frá og með sunnudeginum 2. september mun ný leið taka gildi hjá Strætó. Leið 59 mun fara Mjódd – Borgarnes – Búðardalur – Hólmavík/Reykhólar. Ferðir munu verða alla daga vikunnar nema laugardaga. Nánari upplýsingar um leiðina munu birtast á heimasíðu Strætó bs. Upplýsingabæklingur Strætó Strætó.is
Tómstundabæklingur
Til stendur að gefa út tómstundabækling fyrir haustið 2012 í Dalabyggð. Þar verða kynntar þær tómstundir sem standa til boða fyrir börn og fullorðna í sveitarfélaginu. Allir þeir sem vilja kynna námskeið eða viðburði eru hvattir til að senda inn upplýsingar þannig að íbúar geti nálgast upplýsingarnar á einum stað. Hægt verður að nálgast tómstundabæklinginn á heimasíðu Dalabyggðar þegar hann …
Röðulshátíð
Laugardaginn 25. ágúst verður opið hús í samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd kl. 14–19. Samkomuhúsið Röðull var byggt á árunum 1942-1944 af Ungmennafélaginu Vöku á Skarðsströnd. Þar voru haldnar fjölbreyttar skemmtanir og dansleikir á árum áður, þar á meðal víðfræg réttarböll. Kaffi, kökur og grillaðar pylsur verða í boði fyrir gesti á meðan birgðir endast. Handverk, krydd, sultur og fleiri heimagerðar …
Rökkurtónleikar í Skarðskirkju
Rökkurtónleikar verða haldnir í Skarðskirkju á Skarðsströnd laugardaginn 25. ágúst, kl. 20. Hljómsveitin Stofubandið leikur dægurlagatónlist frá ýmsum tímum. Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Vesturlands.
Sápur – sápugerð – ilmolíur
Sunnudaginn 26. ágúst stendur Ólafsdalsfélagið fyrir námskeiðinu „Sápur – sápugerð – ilmolíur“ kl. 14 í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ. Leiðbeinandi verður Anna Sigríður Gunnarsdóttir. Námskeiðsgjald er 6.700 kr. Skráning á námskeiðin er á netfangið olafsdalur@gmail.com. Skrá þarf nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, síma og netfang. Nánari upplýsingar um öll námskeiðin má finna á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins og í síma 896 1930.