Grænn apríl – þrávirk lífræn efni

DalabyggðFréttir

Þrávirk lífræn efni eru efnasambönd sem brota hægt niður í náttúrunni og lífverum ef þau berast í þangað. Um er að ræða efni eins og PCB, HCB, DDT, díoxín og fleiri. Búið er að banna framleiðslu sumra þessarra efna, en áhrif þeirra í náttúrunni gætir lengi. Flest þessarra efna innihalda klór og leysast upp í fitu en ekki í vatni. …

Jörfagleði – upphitun

DalabyggðFréttir

Í kvöld verður upphitun fyrir Jörfagleði á Pöbbanum í Búðardal. Megas, Gylfi Ægisson og Rúnar Þór verða með tónleika þar kl. 21. Miðaverð er 1.500 kr.

Grænn apríl – Umhverfisráðuneytið

DalabyggðFréttir

Aðgerðir stjórnvalda í umhverfismálum eiga sér um aldarlanga sögu. Fyrstu skrefin voru stigin á þessu sviði fyrir rúmri öld þegar vinna við landgræðslu og skógrækt hófst hér á landi. Lög um náttúruvernd voru fyrst sett árið 1956, en áður höfðu verið í gildi lög og reglur um friðun tiltekinna dýrategunda og stjórn veiða. Umhverfisráðuneytið var stofnað árið 1990. Með stofnun …

Grænn apríl – spilliefni

DalabyggðFréttir

Spilliefni eru skaðleg umhverfi, mönnum og dýrum. Þau geta borist í gegnum vatn og andrúmsloft í fæðukeðjuna og valdið þannig tjóni. Á heimilum eru ýmis konar spilliefni í notkun. Til dæmis hreinsiefni, málning, lím, þynnir, húsgagnabón, leysiefni, lyf, rafhlöður, kvikasilfur í hitamælum, lakk, stíflueyðir, skordýraeitur, úðabrúsar ofl. Í bílum eru líka spilliefni, t.d. frostlögur, olíuefni og ekki síst rafgeymar sem …

Fundur um atvinnumál

DalabyggðFréttir

Byggðarráð Dalabyggðar boðar til opins fundar um atvinnumálí Leifsbúð fimmtudaginn 14. apríl kl. 18:00. Fundarefni er vöruþróun og smáframleiðsla á matvælum og ræktun til olíuframleiðslu Framsögumenn eru Guðjón Þorkelsson frá Matís, Þorgrímur Guðbjartsson frumkvöðull á Erpsstöðum og Kristján Finnur Sæmundsson. Boðið verður upp á kaffi og fundarmenn geta keypt sér súpu á fundinum. Gert er ráð fyrir að fundarlok verði …

Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

DalabyggðFréttir

Þjóðaratkvæðagreiðsla um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 í Dalabyggð fer fram í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal (bókasafni) laugardaginn 9. apríl 2011. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og stendur til 22:00. Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki. Á kjörskrá eru allir þeir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 19. mars 2011 og fæddir eru 9. …

Grænn apríl – pappír

DalabyggðFréttir

Framleiðsla á pappír er mjög auðlinda- og orkukrefjandi. Eitt tonn af pappír krefst tveggja til þriggja tonna af trjám auk mikils magns af vatni og orku. Á heimsvísu er pappírsiðnaður fimmti orkufrekasti iðnaðurinn og notar meira af vatni fyrir hvert framleitt tonn en nokkur annar iðnaður. Við endurvinnslu á pappír þarf minni orku og færri ný tré til framleiðslunnar. Loftmengun …

Rauða fjöðrin

DalabyggðFréttir

Landssöfnun Lions 8. – 10. apríl 2011. Helgina 8. – 10. apríl fer fram landssöfnun Lions, Rauða fjöðrin, til styrktar TALGERVLA-verkefni Blindrafélagsins. Talgervill er tölvubúnaður sem breytir texta á tölvutæku formi í upplestur. Nýr vandaður íslenskur talgervill mun hafa mjög jákvæð áhrif á lífsgæði mörg þúsund blindra, sjónskertra, lesblindra og hreyfihamlaðra íslendinga. Verkefnið er einnig verðmætt málræktarverkefni fyrir íslenska tungu …

Grænn apríl

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð er aðili að grænum apríl. Grænn apríl er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Tilgangurinn er að vinna að því að gera aprílmánuð að grænum mánuði á Íslandi þar sem lögð er áhersla á að kynna og bjóða upp á upplýsingar um þekkingu, vöru og þjónustu sem telst vera græn og umhverfisvæn. Umhverfismál eru viðamikill …

Söngbræður

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði heldur söngskemmtun í Árbliki í kvöld kl. 20:30. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og undirleikari Stefán Jónsson. Karlakórinn Söngbræður hefur starfað í Borgarfirði síðan 1978, en það haust hófu nokkrir menn í innstu sveitum héraðsins að syngja saman fjórraddað í félagsheimili sínu, Búðarási.