Við leikskóladeild Auðarskóla er laus staða deildarstjóra frá og með 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434-1133 eða á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is. Viðamiklar upplýsingar um leikskólann er að finna á www.audarskoli.is
Hjúkrunarforstjóri
Starf hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í hjúkrunarfræði. Nám og/eða reynsla í stjórnun er kostur. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2012. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson …
Grunnskólakennari
Við grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal eru lausar stöður grunnskólakennara frá og með næsta skólaári. Meðal kennslugreina eru smíði, enska og almenn bekkjarkennsla. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434-1133 eða á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is. Viðamiklar upplýsingar um skólann er að finna á www.audarskoli.is.
Leikskólakennari
Við leikskóladeild Auðarskóla eru lausar stöður leikskólakennara frá og með 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434 1133 eða á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is. Viðamiklar upplýsingar um leikskólann er að finna á www.audarskoli.is.
Skrifstofa Dalabyggðar lokuð 11. maí
Vegna námsferðar starfsmanna sveitarfélagsins verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð föstudaginn 11. maí. Skrifstofa Dalabyggðar er opin alla virka daga kl. 10-14. Símatími er kl. 9-13. Þeim sem þurfa að skila einhverju á skrifstofu utan opnunartíma, er bent á póstkassa í anddyri stjórnsýsluhússins.
Garðaúrgangur
Móttaka garðaúrgangs er í endurvinnslustöðinni við Vesturbraut á opnunartímum hennar. Gras og trjáafklippur er flokkað í hvorn sinn gáminn og plastumbúðir eiga ekki að fylgja. Þar til annað verður ákveðið er einnig hægt að fara með gras og trjáafklippur á gamla gámasvæðið við Vesturbraut. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að setja gras og trjáafklippur í sitt hvorn hauginn án umbúða, …
Tímabundin störf
Vinnumálastofnun hefur samþykkt umsókn Dalabyggðar um tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Um tvö störf er að ræð í tvo mánuði, júní og júlí. Verkefnin geta verið af ýmsum toga eftir áhugasviði umsækjenda svo sem umhverfisverkefni eða verkefni tengd menningar- og ferðamálum. Umsóknareyðublöð má nálgast hér að neða eða á skrifstofu Dalabyggðar. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri. Umsóknarfrestur er til 18. …
Vinnuskóli Dalabyggðar 2012
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 11. júní til 31. júlí fyrir unglinga fædda árin 1996-1999. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Tengill á umsóknareyðublöð er hér að neðan og fást einnig á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 18. maí 2012.
Flokksstjóri vinnuskóla
Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð eru á www.dalir.is og á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 18. maí 2012. Atvinnuumsókn hjá Dalabyggð
Umhverfisdagur 10. maí
Skátafélagið Stígandi stendur fyrir árlegri bæjarhreinsun í Búðardal, fimmtudaginn 10. maí. Mæting er við Dalabúð kl. 15. Mælt er með að fólk mæti í vinnufötum og með hanska. Að lokinni hreinsuninni verður grillveisla. Í sumar verður bæjarhátíð í Búðardal 6.-8. júlí og tilvalið að hefja undirbúninginn með þátttöku í hreinsunardeginum. Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að taka þátt í …