Aðalfundur FSD

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verður haldinn í Leifsbúð, mánudaginn 14. mars 2011 og hefst hann kl. 20:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi. Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins Kosningar Ályktanir á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda Skotlandsferð Gestur fundarins verður Árni Bragason, starfsmaður Búnaðarsamtaka Vesturlands. Mun hann kynna áhrif verðþrepaskiptingar á afkomu sauðfjárbúa.

Ráðstefna um minkaveiðiátak og framtíð minkaveiða

DalabyggðFréttir

Umsjónarnefnd með minkaveiðiátaki boðar til ráðstefnu um árangur átaksins, rannsóknir og framtíðarsýn um fyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, 14. mars 2011, kl. 13-16. Markmið minkaveiðiátaksins 2007-2010 var staðbundin útrýming minks í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Veiðiálag var aukið og samhliða var unnið að rannsóknum til þess að meta …

Ólafsdalsfélagið

DalabyggðFréttir

Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu- og minjastaða við Breiðafjörð. Þar hóf fyrsti bændaskóli landsins starfsemi í júní árið 1880 og var starfræktur til ársins 1907 undir stjórn frumkvöðulsins og hugsjónamannsins Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar Zakaríasdóttur. Í Ólafsdal var mikið brautryðjendastarf unnið, ekki síst á verklega sviðinu. Merkar jarðræktarminjar í Ólafsdal frá tímum Ólafsdalsskólans eru enn að mestu óraskaðar …

Forðabúr fjörunnar

DalabyggðFréttir

Málþing um matþörunga á vegum Matís, Hafrannsóknastofnunar og Náttúrustofu Vesturlands verður á Hótel Stykkishólmur, laugardaginn 26. febrúar 2011, kl. 13-16. Markmið málþingsins er að vekja áhuga og fá fram hugmyndir að aðgerðum/verkefnum sem stuðla að framþróun í nýtingu á matþörungum hér við land. Málþingið er opið öllum, hvort sem um er að ræða fyrirtæki sem eru í vinnslu á matþörungum …

Söngdagar að Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 25. febrúar og laugardaginn 26. febrúar verða haldnir söngdagar að Laugum í Sælingsdal. Áætlað er að byrja kl. 18 stundvíslega og syngja til kl. 22 á föstudeginum. Á laugardeginum hefjast söngæfingar kl. 10 og sungið verður til kl. 18. Markmiðið með sönghelginni er að sameinast í söng og hafa gaman saman. Ráðgert er að sönghópurinn komi svo fram á …

Nágrannar í Reykhólasveit og Ströndum.

DalabyggðFréttir

Í samræmi við umræðu sveitarstjórnarmanna kom fram á nýliðnu íbúaþingi áhugi Dalamanna fyrir auknu samstarfi við nágranna okkar í Reykhólasveit og Strandabyggð. Með ályktanir íbúaþings í farteskinu fóru því Sveinn Pálsson sveitarstjóri, Ingveldur Guðmundsdóttir formaður byggðaráðs og Halla Steinólfsdóttir oddviti í heimsókn 5. febrúar s.l. að Reykhólum til fundar við sveitarstjóra og sveitarstjórnarmenn Reykhólahrepps. Á fundinum skiptust sveitarstjórnarmenn á reynslusögum …

Heimtur í febrúar

DalabyggðFréttir

Heimtur hjá sauðfjárbændum í Dölum hafa verið nokkuð góðar nú í febrúar. Fé hefur verið að slæðast heim á leið síðustu vikurnar, mest dilkær. Er það svona heldur í seinna fallinu fyrir sláturtíð og fengitíma, en betra er seint en aldrei. Ein af þessum ám er hún Hlín Bakkusardóttir, tvævetla með gimbrarnar sínar. Hún bankaði upp á hjá Erlu og …

Töltmót Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður heldur sitt annað mót ársins í reiðhöllinni á föstudagskvöld kl. 20:00. Töltkeppni Glaðs fer fram föstudaginn 18. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 20:00. Forkeppni í barna-, unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkur. Úrslit í sömu flokkum. Veitingasala verður á staðnum. Úrslit mótsins má sjá á heimasíðu Glaðs

Kaldalónstónar

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 20. febrúar verður dagskrá um Sigvalda Kaldalóns á Hólmavík. Dagskráin hefst í Hólmavíkurkirkju kl 14 þar kirkjukórinn syngur og farið verður yfir lífsferil Sigvalda Kaldalóns og flutt tónlist eftir hann. Auk kirkjukórsins koma fram borgfirskir listamenn. Ennfremur verður sama dag opnuð sýning í félagsheimilinu á Hólmavík um Sigvalda. Um er að ræða samstarfsverkefni kirkjukórs Hólmavíkurkirkju, Þjóðfræðistofu og Snjáfjallaseturs. Verkefnið …

Landsbyggðarverkefnið

DalabyggðFréttir

Nemendur Auðarskóla fengu önnur verðlaun fyrir fjölbreyttar og áhugaverðar hugmyndir um eflingu heimabyggðar vegna loka fyrri hluta verkefnisins; Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Verkefnið er á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni. Arnór Einar Einarsson í Grunnskóla Raufarhafnar fékk fyrstu verðlaun fyrir Síldarþorpið og Þorbjörg Anna Sigurbjörnsdóttir í Borgaskóla Grafarvogi fékk þriðju verðlaun fyrir hugmyndina um að byggja innanhúss …