Garðfuglahelgi Fuglaverndar

DalabyggðFréttir

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður föstudag til mánudags, 27.-30. janúar.
Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma einhvern ofangreindra fjóra daga. Skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir.
Að athugun lokinni eru niðurstöður skráðar á Garðfuglavefnum. Einnig er hægt að sækja á vefinn þar til gert eyðublað og skrá þar upplýsingar í tölvu og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com eða í pósti til Fuglaverndar, Skúlatúni 6, 105 Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á Garðfuglavefnum og vef Fuglaverndar.
Þeir Dalamenn sem tök hafa á eru hvattir til að taka þátt og njóta fuglalífsins. Og muna eftir að fóðra smáfuglana nú þegar hart er í búi hjá þeim.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei