Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir

DalabyggðFréttir

Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni hafa undanfarin 7 ár staðið fyrir verkefninu „Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir“ meðal 12-16 ára grunnskólanemenda.
Markmið þess er að hvetja ungt fólk til að hugsa um heimabyggð sína út frá þeim tækifærum, sem þar bjóðast, auk þess að vera um leið þroskandi og skemmtileg viðbót við hefðbundið skólanám.
Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir í 9. bekk Auðarskóla hlaut þriðju verðlaun. Er þetta þriðja árið í röð sem nemendur Auðarskóla vinna til verðlauna fyrir verkefni sín.
Vinna nemenda í verkefninu fer fram í nýsköpunartímum, sem hafa verið á stundatöflu elstu bekkja skólans frá stofnun hans 2009. Kennarar í nýsköpun hafa verið Herdís Erna Gunnarsdóttir og Skjöldur Skjaldarson.
Efsta sætið (1.-2.) í sameiningu hlutu Elínborg Egilsdóttir og Fanney Sif Torfadóttir í Reykhólaskóla. Þá Elín Huld í því þriðja. Auk þess hlaut viðurkenningu Starkaður Pétursson í Lækjarskóla.

Auðarskóli

Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei