Smalinn 2012

DalabyggðFréttir

Fyrsta mót ársins hjá Glað er smalakeppni sunnudaginn 5. febrúar kl. 16.Keppnin fer fram í Nesoddahöllini í Búðardal.
Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki. Tekið er við skráningum til kl. 12 sunnudaginn 5. febrúar. Skráningargjald er 500 kr. og aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.
Skráningar eru hjá Þórði (893 1125, thoing@centrum.is), Svölu (861 4466, budardalur@simnet.is) og Herdísi (695 0317, brekkuhvammur10@simnet.is).
Brautin verður með svipuðu sniði og í fyrra, en þó verða gerðar einhverjar breytingar. Brautin verður tilbúin og opin öllum til æfinga frá morgni keppnisdags til kl. 15.
Reglur smalans eru:
1. Riðnar eru tvær umferðir og ræður betri tími.
2. Í seinni umferð fer slakasti tími úr fyrri umferð fyrstur og svo koll af kolli.
3. Að fella keilu eða rekast í hlið þá bætast 4 sek. við tímann. Að sleppa hliði er 8 sek. refsing.
4. Allur hefðbundinn reiðbúnaður er leyfilegur.
5. Allir keppendur skulu vera með hjálm og hafa hann spenntan.

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei