Á myndasíðuna eru nú komnar myndir frá piparkökubakstri Foreldrafélags Auðarskóla. Myndirnar tók Ásdís Melsteð. Slóðin er http://www.dalir.is/myndir/piparkokubakstur/
Fundur um æskulýðsmál
Á aðalfundi ungmennafélagsins Æskunnar í ágúst síðastliðin var samþykkt að boða til almenns fundar um samstarf æskulýðsfélaganna í Dalabyggð og stefnt skuli að fundi í nóvember 2010. Þar sem börn á grunnskólaaldri í sveitarfélaginu eru innan við 100 sem þýðir innan við 10 börn í árgangi að meðaltali er mjög mikilvægt að þau upplifi sig sem eina heild og framboð …
Örsýning í Stjórnsýsluhúsinu
Byggðasafn Dalamanna er með sýningu á jólakortum, jólatré og fleiru tengdu jólunum á 2. hæð stjórnsýsluhússins á aðventunni. Á Byggðasafni Dalamanna er lítið af munum tengdum jólahaldi. Dalamenn eru því hvattir til að líta í kringum sig í jólastússinu og athuga hvort þeir lumi ekki á einhverju sem eigi heima á safninu. T.d. jólakort, jólapappír, jólaskraut, jólaföt eða annað skemmtilegt. …
Kosning til stjórnlagaþings
Kosning til stjórnlagaþings í Dalabyggð fer fram í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og stendur til 20:00. Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki. Á kjörskrá eru allir þeir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 6. nóvember 2010, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. …
Sveitarstjórnarfundur
66. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn föstudaginn 26. nóvember 2010 og hefst kl. 15:30 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010. Dalabyggð 22. nóvember 2010 ___________________________Sveinn PálssonSveitarstjóri Dalabyggðar
Kjörskrá Dalabyggðar
Vegna kosninga til stjórnlagaþings laugardaginn 27. nóvember 2010, liggur kjörskrá Dalabyggðar frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá 17. nóvember 2010 til kjördags. Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 10 -15. Sveitarstjóri Dalabyggðar
Íris Björg – tónleikar
Íris Björg heldur tónleika í Leifsbúð sunnudagskvöldið 28. nóvember kl. 20. Tónleikarnir eru í tilefni nýútkominnar plötu hennar „Mjúkar hendur“. Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Sögufélag Dalamanna
Aðalfundur Sögufélags Dalamanna verður í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20 i Leifsbúð. Hefðbundin aðalfundarstörf. Hægt að kaupa kaffi og meðlæti hjá Freyju.
Menningarráð Vesturlands
Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um menningarstyrki vegna starfsársins 2011. Áherslur Menningarráðs Vesturlands vegna styrkveitinga eru eftirfarandi: · Verkefni sem draga fram sérkenni og menningu Vesturlands. · Verkefni sem styðja menningartengda ferðaþjónustu og auka atvinnu. · Menningarstarf sem stuðlar að nýsköpun, eykur listrænt starf og frumkvöðlastarf. · Verkefni sem eflir samstarf milli svæða í menningarmálum og menningarferðaþjónustu. · Verkefni sem …
Útboð á laxveiði í Krossá á Skarðsströnd
Veiðifélag Krossár á Skarðsströnd leitar hér með tilboða í lax- og silungaveiði á starfsvæði félagsins fyrir árin 2012, 2013 og 2014, samkvæmt fyrirliggjandi útboðsskilmálum og upplýsingum. Krossá er á Skarðsströnd í Dalabyggð í fögru umhverfi og í rúmlega 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Veitt er á flugu og maðk á tvær stangir frá 1. júlí til 25. september. Útboðsgögn má …