Í gær, þriðjudaginn 11. apríl undirrituðu bændur á Miðskógi í Dölum og Reykjagarður hf. samstarfssamning um uppbyggingu kjúklingaeldis í Dalabyggð. Markmiðið er að auka fjölbreytni í atvinnulífi Dalanna til framtíðar og styðja við þann öfluga landbúnað sem þegar er stundaður á svæðinu. Fyrst um sinn munu bændur byggja eldishús fyrir u.þ.b. 13.000 kjúklinga og mun Reykjagarður leigja af þeim húsið …
Refa og minkaveiðar 2023 – 2025
Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum veiðimönnum til að sinna refa- og minkaveiðum í Dalabyggð árin 2023 til 2025. Veiðimenn skulu vera með gilt veiðikort, staðkunnátta og reynsla af refa- og minkaveiðum er æskileg. Núverandi veiðimenn sveitarfélagsins eru hvattir til að sækja aftur um og halda áfram sínu góða starfi. Refaveiðinni er skipt upp í 13 svæði eins og verið hefur undanfarin …
Dalaveitur – vinna í kringum lagnir
Þegar lýður að vori huga sjálfsagt margir að girðingarvinnu, greftri eða öðrum framkvæmdum sem fela í sér jarðrask á landareign sinni. Áður en ráðist er í slíkt er nauðsynlegt að kanna hvort og hvaða veitur gætu verið í jörð á eða við framkvæmdarsvæðið. Meðal þeirra er ljósleiðarakerfi Dalaveitna sem liggur um flestar jarðir í Dalabyggð. Undirsíða Dalaveitna ehf. hefur verið …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 233. fundur
FUNDARBOÐ 233. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. apríl 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2302013 – Ársreikningur Dalabyggðar 2022 2. 2302010 – Rekstrarsamningar 2023 3. 2205025 – Frístundaakstur 4. 2001030 – Eignarhald félagsheimila – Félagsheimilið á Staðarfelli 5. 2303020 – Reglur vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun. 6. 2303021 – Reglur vegna …
Getum við hannað kolefnishlutlausa Vestfjarðaleið?
Vestfjarðastofa, Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, Blámi og Hacking Hekla í samstarfi við öfluga aðila Vestfjörðum og Vesturlandi bjóða heimamönnum og öðrum landsmönnum á hugarflugsviðburð til að móta nýjar hugmyndir og verkefni sem styðja við kolefnishlutleysi á Vestfjarðaleiðinni. Vestfjarðaleið er ferðmannaleið sem kemur til með að liggja í gegnum Dali og Vestfirðir. Hacking Hekla er samstarfsvettvangur og fyrsta röð lausnamóta fyrir …
Jörvagleði 2023 – Dagskrá
Á fundi menningarmálanefndar þann 5. apríl 2023 var samþykkt dagskrá Jörvagleði 2023 (með fyrirvara um breytingar). Dagskráin er birt með fundargerð nefndarinnar og mun fara í póstdreifingu þriðjudaginn 11. apríl n.k. Á dagskrá Jörvagleði í ár eru m.a. viðburðir sem hafa hlotið styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands, Frumkvæðissjóði DalaAuðs og Menningarmálaverkefnasjóði Dalabyggðar. DAGSKRÁ JÖRVAGLEÐI 2023 Kl. LAUGARDAGURINN 15. APRÍL 20:00 60 …
Götusópun í Búðardal 11.-12. apríl
Götusópun verður í Búðardal 11. – 12. apríl n.k. (þriðjudag – miðvikudag). Við viljum biðja íbúa um að sjá til þess að ökutæki og annað sé ekki að hefta för um götur þessa daga svo árangurinn verði sem bestur.
Páskakveðja frá sveitarstjóra
Ágætu íbúar Dalabyggðar, um leið og ég óska ykkur gleðilegra páskahátíðar þá langar mig til þess að koma nokkrum fréttamolum á framfæri varðandi það sem í gangi er á vegum sveitarfélagsins og hvað sé fram undan. Glæsileg árshátíð Auðarskóla Ég vil byrja á að þakka nemendum og öllum þeim sem komu á framkvæmd árshátíðar Auðarskóla og jafnframt koma á framfæri …
Sauðburðarbakkelsi
Kvenfélagið Fjóla býður til sölu sauðburðarbakkelsi fyrir svanga bændur og búalið vorið 2023. Tilboð 1= Pítsasnúðar 20 stk, Hjónabandssæla 1 stk, Kanilsnúðar 20 stk. Súkkulaðikökur 20 stk. Verð 10.000 kr. Tilboð 2= Kleinur 1 kg. Verð 1500 kr. Tilboð 3= Ástarpungar 1 kg. Verð 1500 kr. Tilboð 4= Flatkökur 5 stk. Verð 700 kr. Pantanir berist til Ernu á Fellsenda …
Fyrirtækjapönnsur
Kvenfélagið Fjóla býður til sölu pönnukökur til fyrirtækja í Dalabyggð líkt og undan farin ár. Rjómapönnukökur 450 kr stk. og sykurpönnukökur 200 kr stk. (Ath. sama verð og 2022) Pantanir berist til Ernu í síma: 865-4342/434-1372 fyrir hádegi 17. apríl n.k. Pönnukökurnar verða afhentar miðvikudaginn 19. apríl (síðasta vetrardag) milli kl. 9 til 10. Með ósk um góðar undirtektir og …