Sveitarstjórn Dalabyggðar – 241.fundur

SveitarstjóriFréttir

FUNDARBOÐ

241. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, þriðjudaginn 19. desember 2023 og hefst kl. 11:30

Dagskrá:

Almenn mál
1. 2307001 – Fjárhagsáætlun 2024, álagningarhlutfall útsvars.
Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk.

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, undirritað dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar sveitarfélaga. Til skýringar þá mun tekjuskattsálagning lækka um samsvarandi á móti og því mun ákvöðun þessi ekki leiða til hækkunar á heildarálögum til handa skattgreiðendum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Dalabyggðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.

18.12.2023
Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei