Bólusetning við influensu og covid-19

DalabyggðFréttir

Síðasti bólusetningardagur í Búðardal fyrir áramót verður þriðjudaginn 19. desember en hægt verður að fá flensusprautu á Reykhólum á miðvikudögum.  

Tímabókanir eru í síma 432 1450

Sérstaklega er hvatt til þess að forgangshópar láti bólusetja sig en forgangshópar eru:

  • Börn fædd 2020 og yngri sem náð hafa 6 mánaða aldri
  •  60 ára og eldri
  •  Yngri en 60 ára með undirliggjandi sjúkdóma (hjarta-, lungna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdómar og aðrir ónæmisbælandi sjúkdómar).
  •  Heilbrigðisstarfsmenn
  •  Þungaðar konur

Covid-19 bólusetning er í boði fyrir sömu forgangshópa og Inflúensubólusetning en er þó ekki í boði fyrir börn yngri en 5 ára

 

Starfsfólk HVE Búðardal/Reykhólum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei