Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er undir hatti brothættra byggða. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 31. mars 2023. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni í Dalabyggð eða samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast …

Orkustofnun styrkir varmadælukaup

DalabyggðFréttir

Hver eru skilyrðin? Eignin verður að vera með niðurgreiðslu á rafhitun eða olíukyndingu. Eignin verður að hafa lögheimilisskráningu. Hvernig virkar þetta? Sótt er um í gegnum þjónustugátt á vef Orkustofnunar.  Styrkurinn er reiknaður út frá kaupum á búnaði og efniskostnaði við uppsetningu hans. Styrkurinn miðast við 50% af efniskostnaði. Hámarksstyrkur er 1.337.000 kr.- Niðurgreiðslur skerðast ekki við styrkveitinguna og haldast …

Skapar þú framtíðina? Menningarmót á Bifröst 11. mars

DalabyggðFréttir

Þann 11. mars næstkomandi verður haldinn borgarfundur um áhrif menningar og skapandi greina á nýsköpun á Vesturlandi. Vesturland er eitt af sex tilraunsvæðum Evrópurannsóknarinnar IN SITU sem hvetur til samtals um áskoranir og tækifæri í atvinnugreininni. Við hvetjum alla sem starfa innan menningar og skapandi greina til að mæta, þetta er umræða sem skiptir máli fyrir samfélagið og þróun þess. …

Bólusetning /örvunarskammtur vegna Covid-19

DalabyggðFréttir

Boðið verður upp á örvunarskammt vegna Covid-19 eftirfarandi daga í mars og apríl, fimmtudaginn 2. mars, fimmtudaginn 30. mars og þriðjudaginn 25. apríl. Líða þurfa 4 mánuðir frá síðustu covid bólusetningu. Bólusetningin er einkum ætluð þeim sem eru 60 ára og eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Panta þarf tíma í síma 432 1450  – Starfsfólk HVE Búðardal

Líf og fjör á Öskudaginn

DalabyggðFréttir

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Dalabyggð í dag eins og víða um landið. Það er alltaf jafn gaman að hitta fjöldan allan af dýrum, furðuverum og frægum einstaklingum á þessum degi. Starfsfólk í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar lét sitt ekki eftir liggja og tóku á móti börnum og ungmennum í dag. Það voru 6 hópar úr grunnskóladeild og 2 úr leikskóladeild Auðarskóla …

Góðar heimsóknir í kjördæmaviku

DalabyggðFréttir

Svokölluð kjördæmavika hefur verið sl. daga, en slíkar vikur eru haldnar svo þingmenn og ráðherrar geti farið um kjördæmi sín og hitt þar sveitarstjórnir, heimsótt fyrirtæki og kjósendur. Á meðan kjördæmavika gengur yfir eru engin þingfundir á Alþingi, næsti þingfundur er á dagskrá 20. febrúar. Þessi tími er þingmönnum kærkominn og ekki síður kjörnum fulltrúum og íbúum hvers kjördæmis að …

Ýmis verkefni vegna vatnavaxta í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð ekki síður en landið allt hefur fundið fyrir áhrifum vatnavaxta sl. daga og hafa verkefnin verið ærin. Má þar meðal annars nefna aurskriður, tjón á vegakerfi, rof á ljósleiðara og foktjón. Samkvæmt viðtali Morgunblaðsins við upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar var ástandið á svæði þjón­ustu­stöðvar­inn­ar í Búðar­dal verst og menn hafi varla séð annað eins. Úr Saurbæ – eigandi myndar: Ragnheiður Pálsdóttir …

Aðalsafnaðafundi Staðarhólssóknar frestað

DalabyggðFréttir

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður að fresta aðalsafnaðafundi Staðarhólssóknar sem átti að vera 16. feb. Nýr fundartími auglýstur um leið og færi gefst. Kveðja, sóknarnefndin.

Kallað eftir áhugasömum – starfshópur um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis

DalabyggðFréttir

Í gærkvöldi, mánudaginn 13. febrúar, var haldinn opinn fundur í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar varðandi uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Það var atvinnumálanefnd Dalabyggðar sem stóð fyrir fundinum. Garðar Freyr Vilhjálmsson, formaður nefndarinnar byrjaði á því að fara yfir tilgang fundarins, sem væri að kanna áhuga á og útfærslur af uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Að því loknu fór Ólafur Sveinson ráðgjafi nánar yfir …

Dalabyggð í sókn – styrkir til sóknaráætlanasvæða

DalabyggðFréttir

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 (aðgerð C.1). Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023. Af …