Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er undir hatti brothættra byggða. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 31. mars 2023. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni í Dalabyggð eða samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast …
Orkustofnun styrkir varmadælukaup
Hver eru skilyrðin? Eignin verður að vera með niðurgreiðslu á rafhitun eða olíukyndingu. Eignin verður að hafa lögheimilisskráningu. Hvernig virkar þetta? Sótt er um í gegnum þjónustugátt á vef Orkustofnunar. Styrkurinn er reiknaður út frá kaupum á búnaði og efniskostnaði við uppsetningu hans. Styrkurinn miðast við 50% af efniskostnaði. Hámarksstyrkur er 1.337.000 kr.- Niðurgreiðslur skerðast ekki við styrkveitinguna og haldast …
Skapar þú framtíðina? Menningarmót á Bifröst 11. mars
Þann 11. mars næstkomandi verður haldinn borgarfundur um áhrif menningar og skapandi greina á nýsköpun á Vesturlandi. Vesturland er eitt af sex tilraunsvæðum Evrópurannsóknarinnar IN SITU sem hvetur til samtals um áskoranir og tækifæri í atvinnugreininni. Við hvetjum alla sem starfa innan menningar og skapandi greina til að mæta, þetta er umræða sem skiptir máli fyrir samfélagið og þróun þess. …
Bólusetning /örvunarskammtur vegna Covid-19
Boðið verður upp á örvunarskammt vegna Covid-19 eftirfarandi daga í mars og apríl, fimmtudaginn 2. mars, fimmtudaginn 30. mars og þriðjudaginn 25. apríl. Líða þurfa 4 mánuðir frá síðustu covid bólusetningu. Bólusetningin er einkum ætluð þeim sem eru 60 ára og eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Panta þarf tíma í síma 432 1450 – Starfsfólk HVE Búðardal
Líf og fjör á Öskudaginn
Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Dalabyggð í dag eins og víða um landið. Það er alltaf jafn gaman að hitta fjöldan allan af dýrum, furðuverum og frægum einstaklingum á þessum degi. Starfsfólk í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar lét sitt ekki eftir liggja og tóku á móti börnum og ungmennum í dag. Það voru 6 hópar úr grunnskóladeild og 2 úr leikskóladeild Auðarskóla …
Góðar heimsóknir í kjördæmaviku
Svokölluð kjördæmavika hefur verið sl. daga, en slíkar vikur eru haldnar svo þingmenn og ráðherrar geti farið um kjördæmi sín og hitt þar sveitarstjórnir, heimsótt fyrirtæki og kjósendur. Á meðan kjördæmavika gengur yfir eru engin þingfundir á Alþingi, næsti þingfundur er á dagskrá 20. febrúar. Þessi tími er þingmönnum kærkominn og ekki síður kjörnum fulltrúum og íbúum hvers kjördæmis að …
Ýmis verkefni vegna vatnavaxta í Dalabyggð
Dalabyggð ekki síður en landið allt hefur fundið fyrir áhrifum vatnavaxta sl. daga og hafa verkefnin verið ærin. Má þar meðal annars nefna aurskriður, tjón á vegakerfi, rof á ljósleiðara og foktjón. Samkvæmt viðtali Morgunblaðsins við upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar var ástandið á svæði þjónustustöðvarinnar í Búðardal verst og menn hafi varla séð annað eins. Úr Saurbæ – eigandi myndar: Ragnheiður Pálsdóttir …
Aðalsafnaðafundi Staðarhólssóknar frestað
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður að fresta aðalsafnaðafundi Staðarhólssóknar sem átti að vera 16. feb. Nýr fundartími auglýstur um leið og færi gefst. Kveðja, sóknarnefndin.
Kallað eftir áhugasömum – starfshópur um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis
Í gærkvöldi, mánudaginn 13. febrúar, var haldinn opinn fundur í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar varðandi uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Það var atvinnumálanefnd Dalabyggðar sem stóð fyrir fundinum. Garðar Freyr Vilhjálmsson, formaður nefndarinnar byrjaði á því að fara yfir tilgang fundarins, sem væri að kanna áhuga á og útfærslur af uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Að því loknu fór Ólafur Sveinson ráðgjafi nánar yfir …
Dalabyggð í sókn – styrkir til sóknaráætlanasvæða
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 (aðgerð C.1). Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023. Af …