LOKIÐ Leitað er að aðila sem getur tekið að sér yfirsetu vegna mennta- og háskólaprófa í desember 2022 í Dalabyggð. Leitað er að stundvísum og skipulögðum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Viðkomandi þarf að hafa nokkra tölvuþekkingu, kostur ef viðkomandi er með reynslu af Teams. Dalabyggð lánar tölvu til verkefnisins. Um er að ræða nokkra daga á tímabilinu 2. – …
Dalaprestakall: Dagskrá yfir aðventu og jól
Sunnudagur 27. nóvember Fyrsti sunnudagur í aðventu Aðventustund í Hjarðarholtskirkju kl. 20:00 Sunnudagur 11. desember Þriðji sunnudagur í aðventu Aðventustund í Hvammskirkju kl. 20:00 Sunnudagur 18. desember Fjórði sunnudagur í aðventu Barnamessa í Hjarðarholtskirkju kl. 14:00 Laugardagur 24. desember Aðfangadagur jóla Hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju kl. 18:00
LED-væðing götulýsingar í Búðardal
Í Dalabyggð er nú hafin LED-væðing götulýsingar í Búðardal. Búið er að skipta um lampa á Miðbraut, Ægisbraut og Borgarbraut og unnið verður að frekari væðingu á næstu misserum. Samhliða hefur verið og verður áfram unnið að peruskiptum og viðhaldi á eldri staurum. Markmið með þessum breytingum er að ná fram betri lýsingu og um leið spara rekstrarkostnað við götulýsingu.
Ljósin tendruð á jólatrénu 25.11.2022
Skátafélagið Stígandi í samstarfi við Dalabyggð bjóða íbúum sem og öðrum að vera viðstödd þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu við Auðarskóla föstudaginn 25. nóvember n.k. Dagskrá hefst í Dalabúð kl.16:30 þar sem verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Sögur segja að bræður úr fjöllunum muni kíkja í heimsókn. Við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri …
Kaffihúsakvöld Auðarskóla 2022
Kaffihúsakvöld Auðarskóla verður haldið fimmtudaginn 24. nóvember n.k. í Dalabúð. Húsið opnar kl.16:30 og dagskrá hefst kl.17:00 Aðgangseyrir: 1.000 kr.- fyrir fullorðna (happdrættismiði fylgir með) 500 kr.- fyrir 67 ára og eldri (happdrættismiði fylgir með) Frítt fyrir nemendur skóla og börn undir skólaaldri Hægt að kaupa auka happdrættismiða á 100 kr.- í miðasölu. Smákökur og heitt súkkulaði á öllum borðum. …
Nýjar bækur og listaverk leikskólabarna
Nú þegar dag er tekið að stytta og aðventan nálgast hafa Bókatíðindi ratað inn á mörg heimili. Á Héraðsbókasafni Dalasýslu er einmitt að finna úrval bóka og ýmsar nýjar bækur fyrir bæði börn og ungmenni. Má þar nefna m.a. „Lára fer í útilegu“ eftir Birgittu Haukdal, „Salka – Tímaflakkið“ eftir Bjarna Fritzson „HM bókin“ eftir Kevin Pettman, sem fjallar um …
Íbúafundur 17. nóvember 2022 – upptaka
Íbúafundur var haldinn í félagsheimilinu Dalabúð, fimmtudaginn 17. nóvember sl. Á dagskrá var kynning á tillögu að fjárhagsáætlun 2023-2026 sem Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar fór yfir, því næst tók Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands við og fór yfir breytingar varðandi úrgangsmál og að lokum flutti Gísli Einarsson fjölmiðlamaður hugvekju um lífið í samfélagi úti á landi. Sköpuðust góðar …
Jólagjöf til starfsmanna Dalabyggðar
Dalabyggð auglýsir eftir framleiðindum, veitinga/verslunar- og/eða þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna Dalabyggðar. Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf ásamt upptalningu á aðilum í Dalabyggð sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá viðkomandi fyrirtæki. …
Samfélagsvegir – opinn fundur 21. nóvember
Mánudaginn 21. nóvember n.k. kl.20:00 verður opinn fundur í Árbliki varðandi nýja hugsun í vegagerð, svo kallaða samfélagsvegi. Frummælendur: Haraldur Benediktsson, alþingismaður Gísli Gíslason, fv. stjórnarformaður Spalar Ómar Tryggvason, Summu – fjárfestingasjóðs Fundarstjóri: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri