Sveitarstjórn staðfestir Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Í lögum er kveðið á um að sveitarfélög skipi jafnréttisnefndir og geri jafnréttisáætlanir með framkvæmdaáætlun. Jafnframt kemur þar fram að heimilt sé að fela annarri nefnd þennan málaflokk. Í Dalabyggð er það félagsmálanefnd sem fer með störf jafnréttisnefndar sbr. A-hluta 48. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar 391/2018.

Á 235. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar kom til umræðu Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Dalabyggðar 2023 – 2026. Félagsmálanefnd hefur áður fjallað um áætlunina og nú hefur hún hlotið staðfestingu sveitarstjórnar.

Tilgangurinn með jafnréttisáætlun Dalabyggðar er að vekja athygli á rétti hvers einstaklings til jafnra tækifæra og að það sé hagur samfélagsins í heild að virðing sé borin fyrir öllum. Með áætlun þessari lýsir sveitarstjórn Dalabyggðar vilja sínum til þess að stuðla að jafnrétti sem stjórnvald, vinnuveitandi og þjónustuveitandi, með sérstökum aðgerðum.

Áætlunina má nálgast hér: Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Dalabyggðar 2023-2026

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei